SKILMÁLAR

Tveir undir selur tímabókanir í golfherma á vefsvæðinu: tveirundir.is. Vi ðskiptaskilmálar þessir gilda um tímabókanir og kaupa á gjafabréfum og aðgangskorta í vefverslun sem er í eigu Tveir undir ehf., kt. 550321-1570.

Með því að samþykkja skilmála þessa staðfestir kaupandi að hann er upplýstur um rétt sinn og skyldur í viðskiptum við Tveir undir. Frávik frá þessum skilmálum telst ekki samþykkt nema með undirritun seljanda. Tveir undir áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum og munu breytingarnar verða tilkynntar á vefsíðu Tveir undir. Skilmálar þessir taka gildi þann 01.07.2021 og eiga við um tímabókarnir og kaup á gjafabréfum á vefsvæði tveirundir.is. 

MEÐHÖNDLUN PERSÓNUUPPLÝSINGA

Öll meðferð persónuupplýsinga fer fram í samræmi við gildandi lög nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/679 um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og um frjálsa miðlun slíkra upplýsinga o.fl.
 
UM NOTKUN VAFRAKAFA

Þegar einstaklingur heimsækir og notar vefsvæði Tveir undir safnast tæknilegar upplýsingar með sjálfvirkum hætti, þ.e. með notkun vafrakaka, atvikaskráningu og svipaðri tækni. Dæmi um slíkar upplýsingar eru t.d. upplýsingar um IP-tölu og auðkenni þess tækis sem notað er til að heimsækja vefsvæði Tveir undir, tegund vafra sem notaður er, leitarsaga, tungumálastillingar o.fl.

Söfnun persónuupplýsinga í þessum tilgangi byggist ýmist á samþykki einstaklings eða á lögmætum hagsmunum Tveir undir sem felast í því að geta veitt notendum góða upplifun við heimsókn á vefsvæði og til að stuðla að frekari þróun vefsvæðisins.

SUMARKORT

Handhafa sumarkorts er einungis heimilt að nýta sumarkortið í sína þágu persónulega. Handhafi getur þó tekið með sér þrjá gesti eða skv. almennum notkunarskilmálum (hámark fjórir einstaklingar pr. golfhermi). Sumarkort árið 2023 gilda til og með 31. ágúst 2023 og getur handhafi nýtt kortið til að bóka að hámarki 2 klst. pr. dag í einn golfhermi yfir gildistímann. Almennir skilmálar hér f. neðan gilda fyrir tímabókanir með sumarkorti. Gjafabréf sem fylgir sumarkorti gildir út september 2023.

Misnotkun og/eða meðhöndlun sumarkorts sem fer gegn skilmálum þessum varðar riftun viðskiptanna og ógildingu sumarkorts. Handhafi ber ábyrgð á því að aðrir einstaklingar bóki ekki gegnum kortið.

Ef korthafi forfallast fellur bókunin niður og senda þarf tölvupóst á [email protected] til þess að afbóka.

UMGENGNISREGLUR

Með kaupum skuldbindur kaupandi og/eða viðskiptavinur sig til þess að lúta þessum umgengnisreglum.

Kaupandi skuldbindur sig jafnframt til þess að bera ábyrgð á þeim gestum sem með honum, eða á hans vegum, nýta sér þjónustuna eða er veittur aðgangur að aðstöðunni á annan hátt í gegnum kaupanda.

Tjón er hlýst af völdum gesta á búnaði eða aðstöðu er á ábyrgð þeirra.

Að hámarki geta fjórir einstaklingar leikið í einum golfhermi á hverjum tíma.

Einungis skal notast við hreina og hvíta golfbolta við golfiðkun í Tveir undir.

Einnig skulu skóbúnaður og golfkylfur vera laus við hvers konar óhreinindi. Snyrtilegur klæðnaður er skilyrði og óhreinn fatnaður eða fatnaður sem samrýmist ekki aðstæðum, t.d. hlýrabolir, er ekki leyfður.

Að loknum leik skulu leikmenn ganga frá aðstöðunni og skilja við á þann hátt að aðrir aðilar geti gengið beint að aðstöðunni og hafið leik eins og lýst er í leiðbeiningum um notkun. Þetta felur í sér að ganga á fullnægjandi hátt frá tíum, golfboltum, húsgögnum og öllu því sem leikmaður kom með inn í aðstöðuna.

Aðilum ber að sýna öðrum í rýminu tillitssemi, m.a. hvað varðar almenna umgengni og skulu þeir leitast við að valda öðrum viðskiptavinum ekki truflunum eins og kostur er.

Hvers kyns kennsla í atvinnuskyni eða önnur atvinnustarfsemi er óheimil í aðstöðu Tveir undir.

Kaupandi skal vera orðinn lögráða við kaup, og skal bera alla ábyrgð á ólögráða einstaklingum á hans vegum í aðstöðunni.

Ef hljóðkerfi og sjónvarp eru í aðstöðunni skal notkun þeirra grundvallast á því að ekki hljótist truflun af fyrir aðra viðskiptavini.

Óheimilt er að færa stærri húsgögn í aðstöðunni án samráðs við rekstraraðila.

Neysla utanaðkomandi matvæla er óheimil á almennum opnunartímum nema að höfðu samráði við rekstaraðila.

Tveir undir ehf. býður upp á sælgæti og drykki á vægu verði í sjálfsafgreiðslu og hægt er að ganga frá greiðslu með millifærslu eða í gegnum posa sem er á staðnum.
 
Notkun eða varsla fíkniefna eða annarra ólöglegra efna eða lyfja er bönnuð í húsakynnum Tveir undir og varðar við brottvísun af staðnum.

Í húsnæði Tveir undir er öryggiskerfi tengt stjórnstöð Securitas og er svæðið vaktað með öryggismyndavélum.

NOTENDASKRÁNING, AÐGANGUR OG ÁBYRGÐ

Þegar viðskiptavinur framkvæmir vörukaup þarf alltaf að skrá eftirfarandi upplýsingar; nafn, símanúmer og tölvupóstfang. Upplýsingarnar teljast nauðsynlegar þannig að hægt sé að staðfesta tímabókun og afgreiðslu pantana. Upplýsingarnar eru varðveittar í samræmi við persónuverndarlög.

Tveir undir áskilur sér einhliða rétt til að hafna þjónustu, loka aðgangi eða stöðva tímabókanir og pantanir ef þurfa þykir af öryggisástæðum.

Ef viðskiptavinur er undir 16 ára aldri ber honum að upplýsa foreldra eða forráðamann um skilmála þessa og fá samþykki þeirra áður en tímabókun eða pantanir eru framkvæmdar.

Þurfi viðskiptavinur að koma á framfæri upplýsingum er tengist aðgangi á tveirundir.is er hægt að gera það með því að senda tölvupóst á netfangið: [email protected]

UPPLÝSINGAR UM VERÐ

Allt verð á vefsvæðinu er í íslenskum krónum og birt með fyrirvara um innsláttarvillur. Verð á vefsvæði getur breyst án fyrirvara t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða rangrar skráningar.

TÍMABÓKANIR/PANTANIR, GREIÐSLA OG RAFRÆNN REIKNINGUR FYRIR KAUPUM

Tveir undir notar örugga greiðslugátt frá Teya á Íslandi. Hægt er að greiða fyrir vörukaup með kortum frá Visa, Visa Electron, Mastercard, Maestro og American Express.

Greiðslan mun birtast á kortayfirliti á sama hátt og almennar kortafærslur.

Við tímabókun á vefsvæði Tveir undir fær viðskiptavinur sendan tölvupóst með bókunarnúmeri og kvittun fyrir tímabókuninni. Við áskiljum okkur rétt til að bakfæra bókun eða pöntun ef grunur um einhvers konar misferli vaknar.

Kaupandi samþykkir að tímamörk tengd bókuðum tímum séu virt. Ekki skal vikið frá því nema fyrirfram með sérstöku leyfi rekstaraðila, og greiða fyrir sérstaklega. Óbókaðir tímar eru eign rekstaraðila.

Fastar tímabókanir eru afgreiddar samkvæmt fyrstur kemur, fyrstur fær og telst bókun staðfest þegar greiðsla hefur borist fyrir umbeðna pöntun. Ekki er hægt að taka fasta tíma frá án fyrirframgreiðslu. Greiðslur fyrir fasta tíma eru innheimtar fyrir hvert misseri fyrir sig, þ.e. einu sinni fyrir haustmisseri og einu sinni fyrir vormisseri. Greiðslur fyrir fastar tímabókanir fást ekki endurgreiddar. Lágmarkstímafjöldi á hverju missseri eru alls 25 klst, með viku- eða hálfsmánaðarlegu millibili.

GJAFABRÉF

Viðskiptavinir geta greitt með gjafabréfi á vefsvæði Tveir undir. Þegar greitt er með gjafabréfi á vefsvæðinu er kóðinn á gjafabréfinu fylltur inn í viðeigandi reit í körfu og virkjaður.

Við kaup á gjafabréfi á vefsvæði Tveir undir fær viðskiptavinur sendan tölvupóst með kvittun fyrir kaupunum ásamt gjafabréfinu. Gjafabréf er ekki hægt að nýta við kaup á bókunum vegna hópa og fyrirtækja. Við áskiljum okkur rétt til að bakfæra bókun eða pöntun ef grunur um einhvers konar misferli vaknar.

AFBÓKANIR

Við bjóðum upp á endurgreiðslu bókunar ef afbókun berst innan 6 tíma áður en bókaður tími á að hefjast. Afbóka verður með því að smella á vefslóð (URL) sem fylgdi með í staðfestingapósti fyrir bókuninni.

Einnig er hægt að hringja í okkur og afbóka, síminn er 862 4217 | 893 3410.

ÖRYGGI VEFSVÆÐIS

Við notum bestu tækni sem völ er á til að tryggja öryggi viðskiptavina okkar, einnig að allar greiðslur séu öruggar. Notast er við SSL kóðun til að tryggja dulkóðun kortanúmersins og annara persónugagna, en kóðunin uppfyllir ströngustu kröfur um gagnavernd á netinu.

Við vistum engar kortaupplýsingar á vefþjónum okkar eða vefsvæðum.

HÖFUNDARÉTTUR

Allt efni sem birtist á vefsvæði Tveir undir s.s. texti, grafík, lógó og myndir, eru eign Tveir undir ehf.

LÖG OG VARNARÞING

Íslensk lög skulu gilda um viðskiptaskilmála þessa. Rísi ágreiningur milli aðila skal leitast við að leysa hann með samkomulagi. Um efni þessara viðskiptaskilmála eða vegna brota á þeim má bera viðkomandi mál undir kærunefnd þjónustu- og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Ef ekki næst samkomulag skulu ágreiningsmál rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Heimilt er að vísa ágreiningi til gerðardóms ef báðir aðilar eru því samþykkir og skulu lög nr. 53/1989 um samningsbundna gerðardóma gilda um málsmeðferð fyrir gerðardómi.

FREKARI UPPLÝSINGAR

Hafi viðskiptavinur/notendur spurningar sem ekki má finna svör við í skilmálum þessum er hægt að senda fyrirspurn á netfangið: [email protected]

UPPLÝSINGAR UM FÉLAGIÐ:

Tveir undir ehf.
Kt. 550321-1570
Katrínartún 4
-2 hæð
105 Reykjavík
Sími: 862 4217 | 893 3410
Tölvupóstur: [email protected]
Share by: