E-FORSETABIKARINN
E-FORSETABIKARINN
Rafrænn Forsetabikar
5. apríl - 28. apríl
Rafrænn Forsetabikar
5. apríl - 28. apríl
5. apríl - 28. apríl
E-Forsetabikarinn fer fram á Haukstrésvellinum (Hawktree Golf Course) í Norður-Dakóta í
Bandaríkjunum, en völlurinn er þekktur fyrir að vera besti golfvöllur ríkisins og annar
heimavöllur fyrrum forsetans þar sem hann (völlurinn) heitir í höfuðið á honum (fyrrum
forsetanum).
Hawktree GC er gullfallegur golfvöllur sem býður upp á skemmtilega upplifun af linksgolfi inni
í miðju landi, með svörtum sandi í glompunum. Passið ykkur samt á þeim!
Fyrirkomulag og þátttaka
Fyrirkomulag og þátttaka
Keppendur í e-Forsetabikarnum fá 15% afslátt af bókunargjaldi í golfhermana með kóðanum "EFORSETABIKAR". Ekki er greitt sérstakt mótsgjald. Hægt er að finna tíma með því að smella á "bóka tíma" hér efst á síðunni. Ágætt er að miða við að fyrir hvern leikmann í ráshópi þurfi eina klukkustund til þess að leika hringinn. 1-4 leikmenn geta verið í hverjum ráshópi. Séu kylfingar vanir þá ættu 3 klst. að duga fyrir fjögurra manna ráshóp. Leiknar verða 18 holur í punktakeppni og verða verðlaun veitt fyrir þrjú efstu sætin. Ekki þarf að pútta og mun tölvan reikna út fjölda pútta, eftir því hver fjarlægðin frá holunni er. Karlar leika af hauksteigum (5870m) og konur af ugluteigum (4802m).
Einungis keppendur sem notast við TrackMan Golf appið geta fengið skorið sitt skráð í mótinu. Munið því eftir að búa til notendareikning með því að hlaða niður TrackMan Golf appinu – það tekur enga stund! Kylfingar þurfa að skrá forgjöfina sína inn áður en leikur hefst og notast skal við 3/4 af raunverulegri forgjöf (Golfbox forgjöfinni). ATH að kylfingar þurfa sjálfir að reikna út forgjöfina sína og slá inn í kerfið áður en leikur hefst. Hámarksforgjöf er þó 28.
Fari svo ólíklega að tæknin skuli stríða ykkur þá getur verið gott að taka ljósmynd af skorkortinu á skjánum að leik loknum, svo engar upplýsingar fari forgörðum. Hægt verður að fylgjast með gengi keppenda á netinu þar til mótinu lýkur.
Hvernig skrái ég mig?
E-Forsetabikarinn má finna undir "Tournaments" í golfhermum TVEIR UNDIR. Skráning fer fram einfaldlega með því að velja mótið þegar á staðinn er komið. Mikilvægt er að skrá sig inn með TrackMan appinu áður en leikur hefst svo að skorið telji í stigatöflu. Best er að skrá sig inn í gegnum QR kóðann í appinu (smellið á leiðbeiningar neðan) og þar sem netsamband er stöpult á -2. hæð er opið Wi-Fi á staðnum (Tveir_Undir_Gestir - lykilorð: "tveirundir"). Wi-Fi upplýsingar birtast einnig í bókunarstaðfestingu.
Önnur leið til að skrá sig inn í gegnum TrackMan aðgang er að gera það á gamla mátann án appsins, en þá þarf að vera með netfang og lykilorð sem tengist TrackMan aðgangi á reiðum höndum.
Góða skemmtun og haldið áfram að sveifla!